1627 · Tyrkir reyna að komast inn Reyðarfjörð án árangurs.
1763 · Skúli Magnússon landfógeti bendir á Eskifjörð sem hentugasta stað fyrir aðalkaupstað á Austfjörðum.
1779 · Sýslumaður sest að á bænum Eskifirði.
1782 · Sigríður Jónsdóttir (17 ára) var dæmd til að standa tvær klukkustundir í gapastokk sökum þess að húsbændur hennar fullyrtu að hún væri löt, ótrú, fölsk, þjófgefinn, hortug með meiru.
1786 · Eskifjörður fær kaupstaðarréttindi 18. ágúst.  · Síðasta aftakan á Austfjörðum, framkvæmd á Mjóeyri.
1787 · Kaupstaðarlóð mæld út á Mjóeyrinni.
1788 · Daninn Niels Ørum verður borgari með kaupsmannsréttindi og ennfremur fyrsti skráði borgari Eskifjarðar.  · George Wallace, norskur  kaupmaður frá Bergen, fær fríhöndlararéttindi og hefur verslun. · Georg Andreas Kyhn, danskur kaupmaður, kaupir verslunina að Útstekk.
1789 · George Wallace kaupir landið Lambeyri og reisir fyrsta húsið í Eskifjarðarkaupstað, Norska húsið.
1790 · George Wallace kaupir jörðina Lambeyri.
1792 · Fyrirtækið Wallace & Sön sem stendur að baki George Wallace selur Georg Andreas Kyhn Lambeyrina.  Kyhn gerir verslunina að Útstekk að einu verslunina á svæðinu.
1798 · Niels Ørum og Jens Andreas Wulff hefja verslun og láta reisa fyrsta verslunarhúsið í Útkaupstað.
1799 · Kyhn stefnir Ørum og Wulff fyrir að reisa hús á landi sínu (Lambeyri) og fór fram á að hús þeirra yrðu rifin.  30. ágúst sama ár hratt Jón Sveinsson sýslumaður kröfum hans.
1802 · Kjartan Þorláksson Ísfjörð hefur verslun í Framkaupstað og lætur reisa fyrsta hús þar.  Kjartan er fyrsti íslenski kaupmaðurinn og þriðji borgari Eskifjarðar.
1803 · Örum og Wulff ná undir sig verslunarhús Wallaces á Lambeyrareyri.
1806 · Framkaupstaður er fullbyggður og Kyhn lögsækir líka Kjartan Ísfjörð en án árangurs. · Kyhn er stungið í fangelsi fyrir sína verslunarglæfraspil og allar eignir hans seldar.  Hann sat inni til æviloka.
1807 · Mjóeyri seld Danakonungi. 
1811 · Ørum og Wulff flytja verslunina frá Breiðuvík að Lambeyri.
1814 · Ørum og Wulff kaupir Lambeyrina.  · Ebenezer Henderson, erindreki breska Biblíufélagsins, færir sýslumanni 110 Biblíur og 430 nýjutestamenti.
1817 · Kjartan Ísfjörð lýsir sig gjaldþrota enda búið að ganga brösuglega og margt er í niðurníðslu. 
1822 · Þrotabú Kjartans Ísfjörð auk föðurleifðar hans (býlið Eskifjörður) er selt.  Systir Kjartans hún Charlotta Amalia kaupir eignirnar og gefur börnum Kjartans.  Um vorið flyst Kjartan aftur til Eskifjarðar og rekur verslunina í umboði barnanna sinna til dauðadags (24.7 1845).
1827 · Kjartan Ísfjörð reisir vatnsmyllu við Grjótá.
1829 · Kjartan Ísfjörð lét smíða á Eskifirði litla skonnortu til hákarlaveiða.
1833 · Morten Tvede sýslumaður, með aðstoð Páls Ísfeld snikkara og Ísaks Árnasonar, mælir út kaupstaðalóð frá Lambeyrará inn að læk utan við Framkaupstað.  Kort gert af kaupstaðnum.  
1834 · Hið austfirska lestrarfélag stofnað á Eskifirði.
1835 · Danska krúnan kaupir kaupstaðalóðina af Ørum og Wulff til ókeypis afnota fyrir íbúa, kallaðist frílóð.
1836 · Með tilskipun, þann 28. desember, voru allir kaupstaðir á Íslandi utan Reykjavík svipt kaupstaðaréttindum og gerðir að löggiltum verslunarstöðum.  · Franskur leiðangur undir forustu Pauls Gaimard kemur til Eskifjarðar.  Með honum er teiknarinn Auguste Mayer sem teiknaði tvær merkilegar myndir frá Eskifirði.
1837 · Jensenshúsið reist
1842 · Jónas Hallgrímsson skáld hafði lokið rannsóknarferð um Ísland og var í Útkaupsstað þar til hann fór utan með haustskipinu Sókrates og sá Ísland aldrei aftur.
1845 · Kjartan Ísfjörð andast, allar eigur skrifaðar upp og allt hans fólk flutti burt nema fóstursonur hans, Pétur Wilhelm Brandt.
1846 · Framkaupstaður seldur Thaae kaupmanni í Kaupmannahöfn sem rak þar verslun um nokkurt skeið.
1849 · Klofahlaupið svokallaða þar sem hljóp úr Grjótá yfir bæinn Klofa og þrír fórust.
1851 · Ørum og Wulff kaupir Framkaupstað og flutti húsið að Vestdalseyri við Seyðisfjörð.
1853 · Jónas Thorstensen sýslumaður sest að og hefur sýslumaður verið hér síðan.  Bjó í Jensenshúsi.  Aðrir sýslumenn á undan honum voru ekki hér að staðaldri.
1857 · Siggeir Pálsson (síðar prestur) tók hér 5 ljósmyndir sem hafa ekki varðveist en voru efalaust alfyrstu ljósmyndir sem teknar voru á Austurlandi.
1859 · Carl Daníel Tulinius, danskur maður, tekur við faktorstöðu í Útkaupstað.
1860 · Gísli Árnason snikkari hóf rekstur greiðasölu.
1861 · Fyrsti læknir, Bjarni Thorlacius, sest að á staðnum og flyst í Jensenshús.  · Umræða fer fram á Alþingi um að breyta lögum og gera Seyðisfjörð að aðalverslunarstað í stað Eskifjarðar.
1863 · Carl Daniel Tulinius kaupir Útkaupstaðaverslun (af Ørum og Wulff) og rak þar umsvifamikla verslun og seinna síldarútgerð lengi á eftir.
1867 · Jóhannes Jakobsson frá Papósi flutti hingað, byggði hús (Svarta skóla) og gerðist gestgjafi í kauptúninu.  · Bjarni læknir andast og Fritz Zeuthen skipaður fjórðungalæknir.  Byggði sér hús innan Grjótár, Zeuthenshús.
1870 · Carl D. Tuliníus lét starfrækja silfurbergsnámuna.  · Stærsti steinn námunnar fluttur úr landi til Bretlands.  · Farið að leika á orgel og harmónikku í heimahúsum.
1871 · Daníel Arason Johnsen kaupmaður í Kaupmannahöfn lætur mæla sér kaupstaðalóð í Framkaupstað.
1873 · Verslun hefst aftur í Framkaupstað eftir 22 ára hlé.  Daníel lét reisa þá húsið Framkaupstað sem enn stendur.
1874 · 1000 ára afmælishátíð Íslandsbyggðar haldin.  Fjölmennasta skemmtunin á Austurlandi var á Eskifirði og lagði Carl D. Tulinius allt til og sparaði ekkert til.  · Smíði barnaskólans ákveðin.  · Skipulögð heimakennsla barna hefst.  · Elstu ljósmyndir frá Eskifirði sem varðveist hafa teknar af Nicoline Weyvadt í afmælishátíðinni.  · Fangahús reist, J. Thaning var yfirsmiður.
1875 · Kvennaskóli stofnaður, næst fyrsti skóli sinnar tegundar á Íslandi.  Stofnandi og skólastýra Guðrún J. Arnesen.  Starfræktur til 1882.
1876 · Fyrsta fimleikafélag Íslands stofnað á Eskifirði.
1877 · Jón Ólafsson skáld og ritstjóri setur upp prentsmiðju og gefur út vikublaðið Skuld og fylgiritið Nönnu.  Í þessum ritum kom raunsæisstefnan fyrst fram í íslenskum bókmenntum og þar var fyrst notaðar myndir í íslenskum tímaritum.  Í pentsmiðjunni voru einnig prentaðar bækur s.s. fyrsta saga Einars H. Kvaran sem hét "Hvorn eiðinn á ég að rjúfa?" · Efnt til tombólu og lotterís vegna skólabyggingarinnar.  · Dansleikur haldinn í fyrsta sinn, í Salthúsinu í Útkaupstað.  · Frumvarp lagt fyrir Alþingi um að gera Seyðisfjörð að aðalkaupstað í stað Eskifjarðar.  Frumvarpið var fellt.  · Fyrstu þríburar Eskifjarðar fæddust, foreldrar þeirra voru Erlendur Erlendsson og Sigurleif Pétursdóttir á Hól.
1878 · Daníel Arason Johnsen hættir með verslun.
1879 · Norðmenn hefja síldveiðar frá Eskifirði og taka að reisa hús yfir þá starfsemi.  · Jón Magnússon frá Grenjaðastað kaupir verslunina í Framkaupstað.
1880 · Barnaskóli reistur.  · Köhlerssjóhús reist, elsta sjóhús staðarins.  · Brauðgerð hafin í Útkaupsstað um þetta leiti.  · Póstafgreiðsla sett á stofn.
1881 · Fyrsti fríkirkjusöfnuður á Íslandi stofnaður.  · Bindindisfélagið Vonin stofnað.  · Góðtemplarareglan stofnuð.  
1882 · Nýi-skóli reistur (Víðivellir).  · Fimleikafélag stofnað.  · Hrognkelsaveiðar hefjast.
1883 · Pósthús tekur til starfa.  · Söngkennsla hefst en fyrsti söngkennari var Páll Bergsson.  · Barnaskóli settur í fyrsta sinn, 14. janúar.
1884 · Fyrsta fríkirkja á Íslandi reist á Eskifirði.”Harmonium” notað við guðsþjónustu.  · Fréttist af gítarleik í heimahúsum.
1886 · Mannskaðabylur "Knútsdagsbylur" gengur yfir Eskifjörð 7. janúar.  Einn maður varð úti.
1892 · Fyrstu leiksýningarnar, haldnar í pakkhúsinu í Útkaupsstað.
1893 · Leikinn sjónleikurinn Narfi og skömmu seinna er stofnað leikfélag sem hét líklega Skemmtifélagið Áfram.
1894 · Axel Tulinius stofnar Skotfélag Eskifjarðar.
1895 · Fyrsta íshús byggt undir yfirstjórn Ísaks Jónssonar frá Mjóafirði.  · Pöntunarfélag stofnað.  · Steinsteypa notuð í fyrsta sinn, af Wilhelm Jensen, við byggingu kaupmannshúss í Útkaupsstað.  · Samkomuhús byggt af Góðtemplarareglunni. 
1896 · Samkomuhús bindindismanna reist.
1897 · Fr. Möller hefur verslun í Sundförshúsi og Magnús Magnússon á Mjóeyri.  · Fyrsti húsbruninn á Eskifirði a.m.k. frá árinu 1837.
1898 · Samþykkt í hreppsnefnd að leigt yrði orgel til söngkennslu í barnaskóla Eskifjarðar.
1899 · Jón Þorsteinsson bakari flyst til Eskifjarðar og litlu síðar byrjar hann brjóstsykurgerð.
1900 · Þjóðkirkjusöfnuður reisir kirkju.
1902 · 228 íbúar á Eskifirði.
1904 ·Carl D. Tulinius deyr.  · Hvalstöð reist á Svínaskálastekk af Ásgeiri Ásgeirssyni kaupmanni á Ísafirði.  · Friðgeir Hallgrímsson kaupir verslun Fr.Möllers, sem flyst til Akureyrar.  
1905 · Vélbátaútgerð hefst þegar báturinn Laxinn féll 10 hestafla Gideonsvél, eigendur voru Árni og Símon Jónassynir á Svínaskála og Halldór og Jón Jónssynir á Innstekk.
1906 · Eskifjörður verður sjálfstætt sveitarfélag.  · Sími lagður frá Seyðisfirði.  · Prentsmiðja sett á stofn í annað sinn í Schiöthúsi, eigandi var Þórarinn E. Tulinius.  · Ari Arnalds hefur útgáfu blaðsins Dagfara.  · Túliniusarverslun setur á fót bátasmíðastöð og var Albert Clausen yfirmaður.
1907 · Til verður sérstakur Eskifjarðarhreppur.  · Austurland, blað Björns Jónssonar gefið út til 1908.  · Andreas Figved, norskur maður, hefur verslun og reisir verslunarhús, vöruskemmur, sjóhús og bryggju á Hlíðarenda.  · Sjúkrahús reist.  · Kvenfélag stofnað.  · Fyrsta steinsteypuhúsið reist, Olíuhúsið svonefnda.  · Öll vínverslun hætt á Austurlandi nema á Eskifirði.  · Bruni í húsi Friðgeirs Hallgrímssonar - töluvert tjón.  · Seglskipið Ideal rak upp á Mjóeyri 6. október, í norðan roki.
1908 · Sjúkrahúsið tekur til starfa.  · Kvikmyndir sýndar í fyrsta sinn.  · Ungmennafélag Eskifjarðar stofnað.  · Vínverslun lokið á Eskifirði.
1910 · Nýr barnaskóli reistur.  · 425 íbúar á Eskifirði.
1911 · Vatnsaflstöð byggð.
1912 · Starfsemi hvalstöðvarinnar leggst niður.  · Hinar sameinuðu íslensku verslanir stofnaðar að frumkvæði Þórarins E. Tuliniusar, sonar Carls Daniels.  Höfuðstöðvar þeirra á Eskifirði voru í Útkaupstað.
1913 · Turn settur á fríkirkjuna.  · Friðgeir Fr. Hallgrímsson flytur verslun sína og útgerð í Framkaupstað.  · Verslun Jóns Magnússonar hættir.
1915 · Verkamannafélagið Árvakur stofnað.
1916 · Hvalstöðin rifin.
1917

· Kaupfélag verkamanna stofnað að frumkvæði Ólafs Hermannssonar sem var fyrsti forstjóri þess.  · Viti reistur á Mjóeyri.  · Öllum húseigendum skylt að vátryggja hús sín hjá Brunabótafélagi Íslands. 

1918

· Verkamannafélagið Framtíð stofnað.  · Útibú Landsbanka Íslands opnað í "túninu".  · Fjörðurinn ísilagður. 

1920 · Friðbjörn Hólm setur á stofn vélaverkstæði.  · 660 íbúar á Eskifirði.
1923 · Hefst unglingaskóli.  · Banaslys verður í Helgustaðanámu þegar Egill Ísleifsson lést þegar klettur sprakk fram í námunni. ·  Fjórir menn farast með mótorbátnum Heim sem Tómas Magnússon átti.  · Fjórir farast með mótorbátnum Kára frá Helgustöðum.
1924

· Línuveiðarinn Sæfari, notað 70 lesta gufuskip, keyptur frá Noregi.

1925 · Hinir sameinuðu íslensku verslanir hætta í Útkaupstað.
1926 · Stofnuð lúðrasveit.  · Fyrsta verkfall á Eskifirði.  · Eskifjarðará brúuð.
1927

· Bíll sést í fyrsta sinn á götum Eskifjarðar.  · Jafnaðarmannafélag stofnað.

1928 · Togarinn Andri kemur til Eskifjarðar og gerður út þaðan í fimm ár.  · Flugvél (Súlan) kemur í fyrsta sinn til Eskifjarðar.
1929

· Fyrsti vörubíllinn kemur til sögunnar.  · Félag sjálfstæðismanna á Eskifirði stofnað.  · Miðstöðvarhitun í barnaskólann.

1930

· Sóknarprestur flyst frá Hólmum á Eskifjörð.  · Fyrsta útvarpsviðtækið sett upp.  · 759 íbúar á Eskifirði.

1933 · Pöntunarfélag Eskfirðinga stofnað.  · Samvinnufélagið Kakali stofnað.
1935 · Kaupfélagið Björk stofnað.
1940 · 690 íbúar á Eskifirði.
1941 · Þýsk herflugvél ferst í svokölluðum Valahjalla.
1942 · Hópur breskra hermanna lendir í hrakningum á Eskifjarðarheiði.
1944 · Hraðfrystihús Eskifjarðar (Eskja hf.) stofnað.
1946 · Farið að nota díselvél til að framleiða meira rafmagn.
1947 · Vinnsla hefst í frystihúsi Eskju hf.
1948 · Hraðfrystihús tók til starfa.
1950 · 669 íbúar á Eskifirði.
1952 · Fiskimjölsverksmiðja tekin í notkun. · Byrjað að byggja sundlaug Eskifjarðar.
1953 · Vatnsaflsstöðin lögð niður.
1955 · Síldarbræðsla byrjar.
1956 · Hólmaborgin SU-555 sekkur.  4 manna áhöfn ferst.
1957 · Félagsheimili byggt.
1958 · Raflína lögð yfir Eskifjarðarheiði frá Grímsárvirkjun.
1959 · Eskja hf. eignast sitt fyrsta skip, Hólmanes.
1960 · Læknisbústaður við Strandgötu byggður.  · 741 íbúi á Eskifirði.  · Aðalsteinn Jónsson verður forstjóri Eskju hf.
1961 · Landssíma og pósthús byggt.
1963 · Eskifjarðarhreppur stækkar við að eignast Svínaskála.  · Sundlaug Eskifjarðar tekur til starfa.  · Fiskimjölsverksmiðjan stækkuð fyrir síldarbræðslu.
1964 · Hafnarbryggja byggð.  · Byrjað að fylla upp svæði við fjarðarbotn.  · Vélaverkstæði Eskju hf. stofnað.
1965 · Eskifjarðarhreppur stækkar við að eignast Kálkinn og ströndina út að Hólmanestá.
1966 · Félagsheimili stækkað.  · Ný bræðsla reist.  · Báturinn Jónas Jónasson GK-101 brennur og sekkur í Reyðarfirði.
1967 · Byrjað að vinna loðnu.
1968 · Landsbanki Íslands flytur í nýtt hús.
1970 · 936 íbúar á Eskifirði.  · Annar af 2 fyrstu skuttogurum  landsins kemur til Eskifjarðar, Hólmatindur.  · Trausti Reykdal Guðvarðarson rakari hefur störf.
1971 · Íþróttahús byggt yfir sundlaugina.
1973 · Hólmanes var friðlýst sem fólkvangur og að hluta sem friðland.  · Jón Kjartansson SU-111 sekkur. 
1974 · Eskifjörður fékk kaupstaðarréttindi að nýju 22. apríl.
1975 · Helgustaðanáma friðlýst sem náttúruvætti.
1977 · 1032 íbúar á Eskifirði. · Oddskarðsgöngin tekin í notkun.
1979 · Hrönnin SH-149 sekkur.  6 manna áhöfn ferst.
1980 · Trausti Reykdal opnar fyrstu videoleigu á Austurlandi.
1985 · Maður fellur útbyrðis á Hólmanesi SU-1 og drukknar
1986 · Tankskipið Syneta ferst við Skrúð.  · Vigdís Finnbogadóttir forseti heimsækir Eskifjörð. 
1988 · Helgustaðahreppur sameinaður Eskifjarðarbæ 1. janúar.  · Rækjuvinnsla hefst.  · Eskfirðingur SU-9 sekkur.
1989 · Dvalarheimilið Hulduhlíð tekur til starfa.  · Pöntunarfélag Eskifjarðar fer á hausinn.  · Heimamenn kaupa þrotabú Pöntunarfélags Eskifjarðar fyrir 32 milljónir króna.  · Fiskvinnslan Þór hf. brennur. 
1990 · Freska Baltasar Sampers afhjúpuð 17. júní. 
1991 · Hávarr, félag ungra sjálfstæðismanna stofnað 17. júlí.
1998 · Eskifjarðarkaupstaður sameinast Reyðarfjarðarhreppi og Neskaupstað 7. júní, undir nafninu Fjarðabyggð.
2004 · Heitt vatn finnst í Eskifjarðardal.  · Vélsmiðjan Hamar reisir 1350 fermetra skemmu.
2005 · Hitaveita komin í flest hús.  · Fyrsta skóflustungan fyrir nýrri sundlaug. 
2006 · Fjarðabyggð stækkar þegar Mjóifjörður, Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður og Fjarðabyggð sameinast.  · Ný sundlaug opnuð 20. maí.  · Eiturefnaslys í sundlaug Eskifjarðar 27. júní (á þriðja tug manna á slysadeild).
2008 · Randulfssjóhúsið opnað sem ferðamannastaður.  · Nýr vegur um Hólmaháls opnaður. 
2009 · Egersund Ísland reisir 2000 fermetra viðbyggingu sem nýtist m.a. sem nótahótel.  · Bryggja byggð við nótastöð Egersund.
2012 · Byrjað að byggja nýja Hulduhlíð.  · Bræðslan stækkuð.  · Landsbankinn lokar útibúi sínu eftir 94 ára starf hér í bæ.
2013 · Ákveðið að grafa ný Norðfjarðargöng.  · Fyrsta skemmtiferðaskipið kemur til Eskifjarðar (norska skipið Gann)