Æskubyggðin

 

Akureyri æskubyggð mín kær

úr fjarlægð þér ég kveðju mína sendi.

Þó aðskilji okkur bæði fjöll og sær

ég einhvern tímann aftur til þín lendi.

 

Þú fögur stendur Eyjafjörðinn við

úr huga mínum aldrei mynd þín dofnar.

Vita máttu að ég vaki og bið

að hjá þér dafni líf sem aldrei sofnar.

 

Um mig leikur þýður bernsku blær

mér berast raddir góðra æskuvina.

Hver endurminning er svo undur nær

er æskuglöð við áttum veröldina.

 

Og hjarta mínu yljar enn í dag

er unaðstóna úr átthögum ég heyri.

Ég helga þér minn bær mitt ljóð og lag

með ljúfri kveðju heim á Akureyri.

 

Lag: Óli Fossberg

Texti: Óli Fossberg (erindi 1 og 2) og Ellert Borgar (erindi 3 og 4)

 

- Til baka -